kmmf2103

Um starfsemina

ljosTónlistarmiðstöð Austurlands er ein þriggja menningarmiðstöðva á Austurlandi.

Tónleikasalur miðstöðvarinna í Eskifjarðarkirkju hentar vel í tónlistarflutning af flestum toga. Hljómburður þar er góður og húsið vel tækjum búið.  þá er húsið hentugt til ráðstefnu- og fundarhalds.

Aðrar menningarmiðstöðvar á Austurlandi eru Skaftfell á Seyðisfirði sem er miðstöð myndlistar og Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs sem er miðstöð sviðslista.

Stjórn og starfsmenn

Stjórn    
Sr. Davíð Baldursson sóknarprestur davbal(hja)simnet.is
Dýrunn Pála Skaftadóttir Menningarnefnd Fjarðabyggðar  dskafta(hja)yahoo.com
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður lineikanna(hja)althingi.is

   

Starfsfólk  Nafn Sími  Netfang
Forstöðumaður: Karna Sigurðardóttir 896 6971 karna(hja)fjardabyggd.is
Hljóðmaður: Guðjón Birgir Jóhannsson 845 1205 gudjon(hja)hljodaust.is
Húsvörður: Guðný Jónsdóttir 851 1616 gudny(hja)rettvisi.is

Dvalarstaður lista- og fræðimanna í Jensenshúsi

Jensenshús á Eskifirði sem er í eigu Fjarðabyggðar var byggt árið 1837. Jensenshús er elsta íbúðarhús Austurlands og eitt elsta íbúðarhús landsins. Húsið var friðað 1. janúar 1990. Nýbúið er að gera húsið upp og lagfæra það og nú er það notað sem dvalarstaður fyrir lista- og fræðimenn, íslenska og erlenda.

Ekki er gert ráð fyrir neinni greiðslu vegna dvalar í Jensenhúsi. Hins vegar þurfa þeir tónlistarmenn sem þarna dvelja að standa fyrir tónleikum. Einnig kemur til greina að tónlistarmaðurinn haldi námskeið eða leggi eitthvað til samfélagsins með öðrum hætti.

Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar eða hjá forstöðumanni Tónlistarmiðstöðvarinnar tonleikahus(hjá)tonleikahus.is.

http://www.fjardabyggd.is/fjardabyggd/menning/jensenshus

 

images

Upplýsingar um viðburði

Á döfinni

No events

Leit

fjardabyggd logo1

top alcoa logo wide

menningarrad 2