kmmf2103

Dvalarstaður lista- og fræðimanna í Jensenshúsi

Jensenshús - Gestavinnustofa Tónlistarmiðstöðvarinnar og Fjarðabyggðar

Jensenshús á Eskifirði sem er í eigu Fjarðabyggðar var byggt árið 1837. Jensenshús er elsta íbúðarhús Austurlands og eitt elsta íbúðarhús landsins. Húsið var friðað 1. janúar 1990. Nýbúið er að gera húsið upp og lagfæra það og nú er það notað sem dvalarstaður fyrir lista- og fræðimenn, íslenska og erlenda.

Ekki er gert ráð fyrir neinni greiðslu vegna dvalar í Jensenhúsi. Hins vegar þurfa þeir tónlistarmenn sem þarna dvelja að standa fyrir tónleikum. Einnig kemur til greina að tónlistarmaðurinn haldi námskeið eða leggi eitthvað til samfélagsins með öðrum hætti.

Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar eða hjá forstöðumanni Tónlistarmiðstöðvarinnar Þetta netfang er varið fyrir ruslpósti. Þú þarft að virkja Javascript til að sjá það.

 

images

Upplýsingar um viðburði

 

Viðburðaskrá haustsins á prentvænu formi

haustforsida2017

 

 

Á döfinni

No events

Ársskýrsla 2014

arsskyrsla 2014

Leit

fjardabyggd logo1

top alcoa logo wide

menningarrad 2